""

Síðustu ár hefur verið aukinn áhugi á að bora dýpri jarðhitaborholur til að afla meira orku sem þýðir hærra hitastig og hærri þrýstingur og meira tærandi umhverfi. Þetta leiðir til aukinnar tæringaráraunar og varmaþenslu og samdráttar sem getur leitt til brots á fóðringum.

Markmið verkefnisins er að þróa fórnarfóðringu sem getur varið stálfóðringarnar í jarðhitaborholunni gegn tæringu og varmaþensluáhrifum svo að styrkur borholunnar minnki ekki. Með fórnarfóðringunni er hægt að auka líftíma borhola og spara Íslenskum orkufyrirtækjum mikinn viðhaldkostnað og kostnað við gerð nýrra borhola.

Núverandi lausnir á markaði eru ekki hæfar til að standast erfitt jarðhitaumhverfi. Gerosion mun nota sérþekkingu og reynslu teymisins í tæringarfræðum og efnisvali í jarðhitaumhverfi til að þróa fórnarfóðringuna.

Verkefnastjóri: Sigrún Nanna Karlsdóttir

Aðsetur: Gerosion ehf.

Meðumsækjendur: Gerosion ehf.

Sjóður: Tækniþróunarsjóður

Tegund: Frumherjastyrkur

Atvinnuflokkur: Framleiðsla á málmvörum, að undanskildum vélum og búnaði

Lengd verkefnis: 2 ár

 

Ár Umsóknarnúmer Hluti styrks
2015 1529460611 7.000.000
2016 1529460612 7.000.000

Heildarupphæð: 14.000.000 kr.

 

Þátttakendur

Share